News

sep 19, 2021
Category: Almennt
Posted by: vefur

Látið endilega vita ef að einhverjar upplýsingar eru ekki réttar.

 

x (x)
 
CMS - 1.12 - Pohnpei
 

Spor CoDA

12 Spor CoDA

1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gagnvart öðrum og að við gætum ekki lengur stjórnað eigin lífi.


2. Við fórum að trúa að máttur, æðri okkur sjálfum, gæti gert okkur andlega heilbrigð að nýju.


3. Við ákváðum að leggja líf okkar og vilja í hendur Guðs samkvæmt skilningi okkar á Guði.


4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil í lífi okkar.


5. Við játuðum fyrir Guði, sjálfum okkur og annarri manneskju nákvæmt eðli misgjörða okkar.


6. Við urðum þess albúin að láta Guð fjarlægja alla skapgerðarbrestina.


7. Við báðum Guð í auðmýkt að fjarlægja brestina.


8. Við gerðum lista yfir alla þá sem við höfðum skaðað og urðum fús til að bæta þeim öllum fyrir þann skaða.


9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust svo framarlega sem það særði engan.


10. Við iðkuðum stöðuga sjálfsskoðun og þegar út af bar viðurkenndum við yfirsjónir okkar undanbragðalaust.


11. Við leituðumst við með bæn og hugleiðslu að efla vitundarsamband okkar við Guð, samkvæmt skilningi okkar á Guði, og báðum aðeins um skilning á vilja Guðs okkur til handa og mátt til þess að framkvæma hann.


12. Við öðluðumst andlega vakningu eftir að hafa stigið þessi spor og reyndum í kjölfarið að flytja þennan boðskap til annarra meðvirkra einstaklinga og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.

 

Þýðing í sjálfboðavinnu af þýðingarnefnd CoDA með leyfi www.coda.org

Previous page: Lesefni  Next page: Atferlismynstur og einkenni