Velkomin á heimasíðu CoDA á Íslandi

CoDA er félagsskapur einstaklinga sem eiga þann sameiginlega tilgang að þróa með sér heilbrigð sambönd.

Eina skilyrðið til aðildar er löngun í heilbrigð og kærleiksrík sambönd. Við komum saman til að deila með hvert öðru reynslu okkar, styrk og vonum á leið okkar til sjálfsvakningar – lærum að elska sjálfið.

Að lifa í lausninni leyfir hverju okkar að verða heiðarlegri við okkur sjálf með því að skoða okkar persónulegu sögu og eigin meðvirku hegðun.

Við treystum á tólf spor og tólf erfðavenjur í leit að þekkingu og visku. Þetta eru meginreglur bataleiðar okkar og leiðbeina okkur til þess að geta átt heiðarleg og fullnægjandi samskipti við okkur sjálf og aðra.

Í CoDA lærum við að byggja brú til okkar Æðri Máttar, samkvæmt okkar eigin skilningi á honum, og leyfum öðrum að gera slíkt hið sama.

Þetta endurnýjunarferli er gjöf okkur til heilunar. Með því að vinna af krafti eftir bataleið CoDA munum við upplifa nýja gleði, viðurkenningu og æðruleysi í lífi okkar.

Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farboða.

Nýliðar velkomnir